Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   lau 16. ágúst 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Úlfarnir komnir í viðræður við Tchatchoua
Mynd: EPA
Wolves er búið að blanda sér í kappið um hægri bakvörðinn Jackson Tchatchoua sem er á mála hjá Hellas Verona á Ítalíu.

Tchatchoua var sterklega orðaður við Nottingham Forest fyrr í sumar en núna virðast Úlfarnir ætla að krækja í hann.

Úlfunum vantar hægri bakvörð til að fylla í skarðið fyrir Nélson Semedo sem er farinn til Fenerbahce.

Þeir vildu kaupa Juanlu Sánchez úr röðum Sevilla en hann virðist vera á leið til Ítalíumeistara Napoli.

Tchatchoua er því næsti maður á lista en á eftir honum er Nicoló Savona, efnilegur bakvörður Juventus.

   09.08.2025 08:20
Nottingham Forest horfir til Verona

Athugasemdir
banner
banner
banner