Hudson-Odoi samþykkir nýjan samning
Nottingham Forest er að ganga frá kaupum á þremur nýjum leikmönnum á næstu dögum til að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök.
Nuno Espírito Santo sagði í viðtali fyrir stuttu að það vantaði breidd í hópinn hjá sér. Stjórnendur Forest vilja laga það vandamál fyrir aðra umferð enska úrvalsdeildartímabilsins.
Forest er að ganga frá kaupum á Omari Hutchinson fyrir 37,5 milljónir punda og James McAtee fyrir 30 milljónir til viðbótar.
Auk þeirra er Arnaud Kalimuendo á leið til félagsins frá Rennes, fyrir um 25 milljónir punda.
Kantmaðurinn Callum Hudson-Odoi er þá búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir nýjum og endurbættum samningi við félagið. Hann á aðeins eitt ár eftir af núverandi samningi.
Nottingham Forest byrjar nýtt úrvalsdeildartímabil á morgun. Liðið á heimaleik gegn Brentford. Anthony Elanga og Danilo eru meðal leikmanna sem voru seldir burt.
Forest hefur hingað til nælt sér í Dan Ndoye, Jair Cunha, Igor Jesus og Angus Gunn í sumar. Félagið er einnig í viðræðum við Juventus um kaup á miðjumanninum Douglas Luiz.
15.08.2025 16:00
Nuno lýsir yfir áhyggjum
Athugasemdir