Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   lau 16. ágúst 2025 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Potter sáttur með sumarið: Á mjög góðum stað
Mynd: EPA
Mynd: West Ham
Graham Potter þjálfari West Ham United segist vera ánægður með sumarið á leikmannamarkaðnum þar sem Hamrarnir kræktu sér í nokkra nýja leikmenn eftir sölu á Mohammed Kudus.

West Ham keypti Jean-Clair Todibo, El Hadji Malick Diouf og Mads Hermansen inn í sumar auk þess að krækja í Callum Wilson og Kyle Walker-Peters á frjálsri sölu.

Vladimir Coufal, Michail Antonio, Aaron Cresswell, Danny Ings og Lukasz Fabianski eru meðal leikmanna sem yfirgáfu félagið í sumarglugganum ásamt Carlos Soler og Evan Ferguson sem voru á lánssamningum.

Hamrarnir eru í leit að einum miðjumanni til að fullkomna hópinn og er Mateus Fernandes, miðjumaður Southampton, efstur á óskalistanum.

„Við erum mjög ánægðir með það sem við höfum gert hingað til í sumar og ég tel leikmannahópinn vera á mjög góðum stað. Við erum ánægðir með breiddina í hópnum og við erum komnir með góða blöndu af gömlum og ungum leikmönnum," sagði Potter.

„Við reynum samt alltaf að halda áfram að styrkja okkur sem lið en það er ekki auðvelt, maður getur ekki bara farið og keypt hvern sem er. Við verðum að finna réttan aðila með góðan persónuleika og gæði sem henta vel fyrir okkar leikmannahóp.

„Mitt starf er að einbeita mér að þeim leikmönnum sem eru nú þegar hjá félaginu og ég er mjög ánægður með þá. Þeir eru með frábært hugarfar."


West Ham heimsækir nýliða Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

   11.08.2025 23:00
West Ham blandar sér í kappið um Fernandes

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
2 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
Athugasemdir