Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 17. september 2017 19:32
Magnús Þór Jónsson
Willum: Löglegt mark - skil ekki ákvörðun dómarans
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Willum þjálfari KR var ákveðinn í því að mark það sem liðið skoraði gegn KA í uppbótartíma en var svo flautað af hefði átt að standa.  

"Ég sé frábært skot frá Tobiasi og hreint sjónarhorn markmannsins sem bara nær honum ekki.  Ég skil ekki ákvörðun dómarans".

Leikurinn endaði því 0-0.  Dómarinn tók markið af eftir að liðin höfðu stillt sér upp til að taka miðju og allt var frekar óljóst.  Gat Willum eitthvað skýrt hvað gekk þarna á?

"Ég átta mig ekki á því hvað gerist, væntanlega er það þannig að aðstoðardómarinn kallar í dómarann".

Það var mikið af leikbrotum í leiknum, alls 9 gul spjöld og mikill tími fór í að kalla inn sjúkraþjálfara liðanna, nokkuð sem tempóið í leiknum leið fyrir.  Fannst Willum leikplan KA vera í þá átt?

"Jájá, þeir komu augljóslega til að liggja til baka og verja markið sitt.  Þetta er líkamlega sterkt lið og gáfu tóninn með því að sparka okkar sóknarmanni út úr leiknum, bara árás.

Það skipti okkur máli að missa Bjerregaard út, ég veit kannski ekki alveg hvort hann átti að fá beint rautt spjald fyrir það en þessi sami leikmaður sem braut liggur hér í vellinum í þrígang og það var ekkert tekið á því.  Í reglunum segir að þegar þú ert að reyna að fiska eitthvað þá má spjalda þig."


Þau stig sem KR tapaði í kvöld gera það að verkum að það þarf kraftaverk að henda í Vesturbænum til að Evrópukeppni verði á matseðlinum þar næsta sumar.

"Maður gefur kraftaverkin ekkert frá sér, við bara gírum okkur upp í næsta leiks".

Nánar er rætt við Willum í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner