Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 17. september 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bielsa tekur tapið á sig
Mynd: Getty Images
Leeds er úr leik í enska deildabikarnum eftir tap gegn Hull í vítaspyrnukeppni.

Hull leiddi í tæpar 90 mínútur í leiknum eftir að hafa skorað snemma en Ezgjan Alioski jafnaði fyrir Leeds í uppbótartíma.


Staðan var 4-4 að loknum fimm umferðum í vítaspyrnukeppni en í 10. umferð klikkaði Jamie Shackleton á punktinum fyrir Leeds og Hull kláraði keppnina með sinni spyrnu.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik.

„Leikmenn lögðu sig fram, það er enginn spurning. Við vörðumst ekki vel og við sóttum ekki vel. Það var galli í samsetningu liðsins, á öllum þremur svæðunum í liðinu. Leikmenn náðu ekki að tengja saman," sagði Bielsa.

„Þetta er á ábyrgð þjálfarans og því finnst mér ég eiga að taka ábyrgð," bætti Bielsa við.
Athugasemdir
banner
banner
banner