Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 17. september 2022 10:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Caicedo vill elta Potter til Chelsea - Liverpool á eftir Matheus Nunes
Powerade
Moises Caicedo í baráttunni
Moises Caicedo í baráttunni
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðrið er komið í hús. Tekið saman af BBC.


Manchester United vill fá Youri Tielemans leikmann Leicester og belgíska landsliðsins í janúar. Samningurinn hans rennur út á næsta ári. (Leicester Mercury)

Liverpool og Manchester United munu berjast um Joao Gomes miðjumann Flamengo í janúar en þesi 21 árs gamli Brasilíumaður er falur fyrir 30 milljónir punda. (Liverpool Echo)

Arsenal er að íhuga tilboð í Xeka fyrrum leikmann Lille en þessi 27 ára gamli miðjumaður er án félags. (90min)

Real Madrid mun vinna Tottenham í baráttunni um Milan Skriniar, 27, varnarmann Inter Milan. (Football Insider)

Jurgen Klopp stjóri Liverpool er nú þegar að íhuga að rifta lánssamningnum við Arthur Melo, 26, sem gekk til liðs við félagið frá Juventus í sumar. (Mirror)

Moises Caicedo, 20, miðjumaður Brighton vill elta Graham Potter til Chelsea. (Evening Standard)

Real Madrid og Chelsea hafa blandað sér í baráttuna við Liverpool og Manchester United í kapphlaupinu um Jude Bellingham, 19, miðjumann Dortmund. (Sport)

Liverpool mun snúa sér að Matheus Nunes, 24, nýjasta leikmanni Wolves ef þeim mistekst að næla í Bellingham. (UOL)

PSG vill að Lionel Messi, 35 og Sergio Ramos 36 skrifi undir nýja samninga við félagið. (AS)

Caglar Soyuncu, 26, mun yfirgefa Leicester á frjálsri sölu næsta sumar til að ganga til liðs við Atletico Madrid. (Mundo Deportivo)

Jose Mourinho stjóri Roma vill fá Trevoh Chalobah, 23, á láni frá Chelsea í janúar. (Sport)

Everton er í viðræðum við Anthony Gordon um nýjan samning sem myndi sexfalda launin hans. (Independent)

Allan, 31, og Salomon Rondon, 33, gætu yfirgefið Everton en það er áhugi frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. (90min)

Wolves er enn í viðræðum við Jason Denayer, 27, sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Lyon í sumar. (Teamtalk)

AC Milan hafnaði tilboði Chelsea í Rafael Leao, 23, í sumar. (Fabrizio Romano)

Roberto de Zerbi, fyrrum stjóri Shakhtar Donetsk er nálægt því að ganga til liðs við Brighton en félagið hefur boðið honum tveggja ára samning. (Nicolo Schira)


Athugasemdir
banner
banner
banner