Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. september 2022 14:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Er ekki hrifinn af því hvernig KR hefur höndlað málefni Kjartans Henry"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Lokaumferðin í Bestu deildinni er nýhafin en það vekur athygli að Kjartan Henry Finnbogason er ekki í leikmannahópi KR í dag. Kjartan er heill heilsu og hefur æft í vikunni samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Hann hefur ekki verið mikið inn í myndinni hjá Rúnari Kristinssyni í sumar. Gummi Ben, Albert Brynjar Ingason og Atli Viðar Börnsson ræddu um Kjartan í Stúkunni á Stöð 2 Sport fyrir leiki dagsins.

„Þetta eru algjörlega ótrúlegar fréttir. Ég myndi vilja sjá félag eins og KR tríta sína farsælustu syni aðeins betur en þetta. Mér finnst þetta vanvirðing gagnvart honum, ég er ekki hrifinn af því hvernig KR hefur höndlað málefni Kjartans Henry undanfarnar vikur. Ég hefði viljað sjá þá sýna honum aðeins meiri virðingu," sagði Atli Viðar.

„Maður er ekki vanur þessu frá Rúnari heldur. Akkúrat í hina áttina, hann hefur alltaf staðið með leikmönnum, maður hefur aldrei séð að það sé eitthvað mótlæti milli hans og leikmanna," sagði Albert.

Sigurður Bjartur Hallsson er í fremstu víglínu hjá KR í dag sem er í heimsókn hjá Víkingi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner