Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   sun 17. september 2023 19:36
Elvar Geir Magnússon
Frederik Schram ekki meira með á þessu tímabili?
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Óvíst er hvort markvörðurinn Frederik Schram spilar meira á þessu tímabili.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Stjarnan

„Hann lendir í því að slíta liðbönd í löppinni og það tekur bara tíma. Ég veit ekki hvort við sjáum hann meira á þessu tímabili, það á bara eftir að koma í ljós. Það má vel vera en við tökum enga sénsa þar," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals við Stöð 2 Sport fyrir leik Vals og Stjörnunnar sem nú stendur yfir.

Það er því möguleiki á því að Frederik spili ekkert með Val í úrslitakeppninni sem nú er farin af stað.

Elfar Freyr Helgason er heldur ekki með Val gegn Stjörnunni en Arnar segir að varnarmaðurinn sé að glíma við væga tognun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner