Óvíst er hvort markvörðurinn Frederik Schram spilar meira á þessu tímabili.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Stjarnan
„Hann lendir í því að slíta liðbönd í löppinni og það tekur bara tíma. Ég veit ekki hvort við sjáum hann meira á þessu tímabili, það á bara eftir að koma í ljós. Það má vel vera en við tökum enga sénsa þar," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals við Stöð 2 Sport fyrir leik Vals og Stjörnunnar sem nú stendur yfir.
Það er því möguleiki á því að Frederik spili ekkert með Val í úrslitakeppninni sem nú er farin af stað.
Elfar Freyr Helgason er heldur ekki með Val gegn Stjörnunni en Arnar segir að varnarmaðurinn sé að glíma við væga tognun.
Athugasemdir