Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
banner
   sun 17. september 2023 15:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino: Mudryk þarf að skilja leikinn betur
Mynd: Getty Images

Chelsea gerði markalaust jafntefli gegn Bournemouth á Vitality vellinum í dag.


Þetta var bragðdaufur leikur framanaf en bæði lið sóttu hart að marki undir lok leiksins en Robert Sanchez og Neto voru frábærir í rammanum.

Mykhailo Mudryk var í byrjunarliði Chelsea en hann var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Hann gekk til liðs við félagið í janúar en á enn eftir að skora í úrvalsdeildinni.

„Hann er að bæta sig. Hann þarf enn að læra, hann þarf að skilja leikinn betur og reyna að vera tengdari liðinu stundum. Við þurfum að gefa honum tíma og verkfæri til að bæta sig," sagði Mauricio Pochettino eftir leikinn í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner