Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 17. október 2019 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leeds er 100 ára í dag
Byrjunarlið Leeds í fyrri leiknum gegn Valencia í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2001.
Byrjunarlið Leeds í fyrri leiknum gegn Valencia í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2001.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnufélagið Leeds United er 100 ára í dag, félagið var stofnað 17. október árið 1919.

Leeds er sögufrægt félag sem hefur unnið ensku efstu deildina þrisvar, síðast árið 1992. Liðið hefur leikið í Championship-deildinni frá 2010 og er að vinna í því að komast aftur upp í deild þeirra bestu undir stjórn argentíska stjórans Marcelo Bielsa.

Leeds er sem stendur í fimmta sæti Championship-deildarinnar.

Leeds á góðan hóp stuðningsmanna á Íslandi og óskum við á Fótbolta.net þeim til hamingju með daginn.

Félagið mun spila í sérstökum afmælisbúningum gegn Birmingham á laugardaginn.

Sjá einnig:
Miðjan - Lífleg Leeds umræða með Mána og Árna



Athugasemdir
banner
banner
banner