Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. október 2020 19:20
Victor Pálsson
Arteta: Ef við þurfum að tapa, töpum þá svona
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var mjög sáttur með sína menn í kvöld þrátt fyrir 1-0 tap gegn Manchester City á Etihad vellinum í Manchester-borg.

Arteta og hans menn töpuðu með einu marki gegn engu í ensku úrvalsdeildinni og gerðu mun betur en í júní þegar leikar töpuðust 3-0 í sömu viðureign.

Arteta þekkir vel til Man City og var aðstoðarmaður Pep Guardiola þar í fjögur ár. Hann var virkilega ánægður með frammistöðu kvöldsins.

„Þetta voru tveir algjörlega mismunandi leikir. Þá misstum við meidda leikmenn af velli á fyrstu 15 mínútunum og spiluðum 45 mínútur með tíu menn. Ég vil tala um það sem við gerðum í kvöld. Ef við þurfum að tapa leikjum, gerum það þá svona,"sagði Arteta.

„Við vitum að allt þarf að vera fullkomið í báðum vítateigum gegn þeim. Ég verð að segja að við erum komnir langt á veg."

„Ég var í þessum búningsklefa Manchester City í fjögur ár og ég veit hvað það er erfitt fyrir lið að gera það sem við gerðum í kvöld."

Athugasemdir
banner
banner
banner