Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   sun 17. nóvember 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Þá get ég lofað þér því að við klárum þetta
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var skrítið, það tók á taugarnar," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, eftir 2-1 sigur á Moldóvu í lokaleiknum í undanriðlinum fyrir EM 2020.

Lestu um leikinn: Moldóva 1 -  2 Ísland

„Við settum mikinn metnað í að vinna þetta. Við vildum alls ekki fara héðan með vonda tilfinningu. Okkur fannst líka mikilvægt að klára riðilinn með 19 stig og fara með 'momentum' inn í umspilið. Við lögðum mikið í að vinna þetta, en þetta var fulltæpt."

Framundan eru umspilsleikir í mars um sæti í lokakeppninni næsta sumar. Hannes leikur með Val í Pepsi Max-deildinni. Hann efast um að hann muni fara á láni til að halda sér í leikformi.

„Ég hef ekki hugsað það langt, en ég efast um það. Ég held að ég sé í fínum málum við góðar æfingar hjá Val. Fyrir mig snýst þetta um að vera í topp-líkamlegu standi. Ég mun vera það."

Ísland endaði riðilinn í þriðja sæti með 19 stig.

„Mér fannst við gera vel í þessum riðli, ég er stoltur af liðinu og frammistöðunni."

Umspilið eru eins og áður segir í mars. Það verður dregið í umspilið 22. nóvember, en Ísland fær að minnsta kosti einn heimaleik - ef hægt verður að spila á Laugardalsvelli í mars.

„Það er margt spennandi að fylgjast með á næstu dögum. Það verður frábær upplifun að fá alvöru úrslitaleiki, alla vega einn og vonandi tvo, á Íslandi. Það yrði magnað að fá seinni leikinn heim og þá get ég lofað þér því að við klárum þetta," sagði Hannes.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner