Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   sun 17. nóvember 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Þá get ég lofað þér því að við klárum þetta
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var skrítið, það tók á taugarnar," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, eftir 2-1 sigur á Moldóvu í lokaleiknum í undanriðlinum fyrir EM 2020.

Lestu um leikinn: Moldóva 1 -  2 Ísland

„Við settum mikinn metnað í að vinna þetta. Við vildum alls ekki fara héðan með vonda tilfinningu. Okkur fannst líka mikilvægt að klára riðilinn með 19 stig og fara með 'momentum' inn í umspilið. Við lögðum mikið í að vinna þetta, en þetta var fulltæpt."

Framundan eru umspilsleikir í mars um sæti í lokakeppninni næsta sumar. Hannes leikur með Val í Pepsi Max-deildinni. Hann efast um að hann muni fara á láni til að halda sér í leikformi.

„Ég hef ekki hugsað það langt, en ég efast um það. Ég held að ég sé í fínum málum við góðar æfingar hjá Val. Fyrir mig snýst þetta um að vera í topp-líkamlegu standi. Ég mun vera það."

Ísland endaði riðilinn í þriðja sæti með 19 stig.

„Mér fannst við gera vel í þessum riðli, ég er stoltur af liðinu og frammistöðunni."

Umspilið eru eins og áður segir í mars. Það verður dregið í umspilið 22. nóvember, en Ísland fær að minnsta kosti einn heimaleik - ef hægt verður að spila á Laugardalsvelli í mars.

„Það er margt spennandi að fylgjast með á næstu dögum. Það verður frábær upplifun að fá alvöru úrslitaleiki, alla vega einn og vonandi tvo, á Íslandi. Það yrði magnað að fá seinni leikinn heim og þá get ég lofað þér því að við klárum þetta," sagði Hannes.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner