Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 19:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Kristian Hlynsson til Ajax á reynslu í annað skipti
Kristian Nökkvi í búningi Ajax.
Kristian Nökkvi í búningi Ajax.
Mynd: Breiðablik
Kristian Nökkvi Hlynsson hefur haldið til Hollands á reynslu hjá hollenska stórveldinu og ríkjandi Hollandsmeisturum Ajax en þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem þessi kappi fer til Ajax á reynslu.

Þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolta.net.

Hann mun æfa með U-17 ára liði Ajax en hann æfði með U-16 ára liðinu síðast þegar hann hélt til Hollands.

Kristian hefur einnig farið til reynslu hjá þýska stórveldinu Bayern München og hjá danska liðinu Nordsjælland, en þess má geta að Kristian æfði með aðalliði Nordsjælland.

Kristian Nökkvi er ekki nema 15 ára gamall og er strax farinn að spreyta sig með meistaraflokki en hann kom inn á í lokaleik Pepsi-Max deildarinnar síðasta sumar gegn KR.

Hann var einnig í byrjunarliði Blika í gær þegar Kópavogsliðið og KA áttust við í Bose-mótinu og stóð hann sig vel. Hann skrifaði undir samning við Breiðablik í september síðastliðnum.

Kristian á átta leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur hann skorað í þeim leikjum tvö mörk. Hann er sóknarsinnaður leikmaður sem nýtur sín best fremstur á miðju.

Kristian er yngsti leikmaður (15 ára og 248 daga gamall) í sögu Breiðabliks til þess að spila leik í efstu deild karla. Eldri bróðir Kristians, Ágúst Eðvald Hlynsson, átti það félagsmet áður en Kristian sló metið.

Sjá einnig:
Kristian bætti félagsmet Blika - „Ótrúlegur leikmaður"
Athugasemdir
banner
banner
banner