Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Zagreb útilokar ekki að fara aftur til Barcelona
Dani Olmo er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu
Dani Olmo er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu
Mynd: Getty Images
Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo vill ekki útiloka það að fara aftur til Spánar og spila með Barcelona.

Olmo er 21 árs gamall og er einn eftirsóttasti sóknartengiliður Evrópu um þessar mundir.

Hann er alinn upp hjá Barcelona á Spáni en yfirgaf liðið árið 2014 og gekk til liðs við Dinamo Zagreb í Króatíu.

Olmo er lykilmaður í liði Dinamo í dag en hann var valinn í A-landslið Spánar á dögunum og skoraði í fyrsta leik í 7-0 sigri á Möltu.

„Við sjáum til hvað gerist í þessu. Ég ætla ekki að útiloka neitt en ég er leikmaður Dinamo. Ég er með leikstílinn sem Barcelona spilar og svo hef ég bætt við hann með því að spila í Króatíu. Barcelona gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag," sagði Olmo.
Athugasemdir
banner
banner
banner