Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rekinn fyrir að leyfa liðinu sínu að vinna 27-0
Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Riccini missti starf sitt sem þjálfari hjá U18 liði Invictasauro á Ítalíu fyrir að leyfa liði sínu að vinna fótboltaleik 27-0 Marina Calcio í gær.

Invictasauro sem er á toppnum í sinni deild í unglingaboltanum á Ítalíu sýndi andstæðingum sína enga miskunn.

Einn leikmaður Invictasauro gerði sjö mörk og tveir aðrir skoruðu sex mörk.

Tiberio Pratesi, stjóri íþróttamála hjá Marina Calcio, lagði fram kvörtun eftir leikinn og sakaði Invictasauro um mikla vanvirðingu vegna úrslitanna. Invictasauro tók í kjölfarið þá ákvörðun að reka þjálfara sinn.

Paolo Brogelli, forseti Invictasauro, sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á úrslitunum.

„Þjálfarar okkar hafa þá skyldu að þjálfa unga leikmenn okkar, en líka að mennta þá. Það gerðist ekki í dag," sagði í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner