Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 17. nóvember 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Markahæstur í Seríu B: Kane er fyrirmyndin
Ítalski framherjinn Simone Mazzocchi er markahæsti leikmaðurinn í ítölsku B-deildinni en hann horfir mikið upp til Harry Kane, sem leikur með Tottenham Hotspur.

Mazzocchi er 22 ára gamall og hefur gert þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjunum í Seríu B með Reggiana.

Þessi öflugi leikmaður er uppalinn hjá Atalanta en er nú á láni hjá Reggiana frá Sudtirol sem leikur í ítölsku C-deildinni. Atalanta á hins vegar möguleika á að kaupa hann í lok tímabilsins.

Mazzocchi er mikill aðdáandi Harry Kane og lærir hann mikið af því að horfa á hann spila með Tottenham og enska landsliðinu.

„Þetta snýst allt um tölur hjá framherjum og ef maður skorar ekki þá gæti maður tapað tækifærinu. Harry Kane er fyrirmyndin, hann er allur pakkinn og er ekki bara að skora heldur vinnur hann boltann oft og leggur upp mörk," sagði Mazzocchi.
Athugasemdir
banner
banner