Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 17. nóvember 2020 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Færeyjar og Gíbraltar upp um deild
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Svartfjallaland er búið að tryggja sér sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir þægilegan sigur á Kýpur í kvöld.

Stevan Jovetic gerði fyrsta markið í 4-0 sigri og enda Svartfellingar með 13 stig eftir 6 umferðir. Eina tapið þeirra kom á heimavelli gegn Lúxemborg.

Lúxemborg endar í öðru sæti eftir markalaust jafntefli við Aserbaídsjan, þremur stigum eftir Svartfellingum. Kýpur fellur niður í D-deildina.

Frændur okkar frá Færeyjum eru þá komnir upp í C-deildina eftir jafntefli við Möltu í úrslitaleik um toppsætið. Gíbraltar fer einnig upp um deild eftir jafntefli við Liechtenstein í samskonar úrslitaleik.

C-deild:
Lúxemborg 0 - 0 Aserbaídsjan

Svartfjallaland 4 - 0 Kýpur
1-0 Stevan Jovetic ('14 )
2-0 Aleksandar Boljevic ('25 )
3-0 Aleksandar Boljevic ('28 )
4-0 Stefan Mugosa ('60 )

D-deild:
Andorra 0 - 5 Lettland es
0-1 Antonijs Cernomordijs ('6 )
0-2 Janis Ikaunieks ('57 )
0-3 Janis Ikaunieks ('60 )
0-4 Vladislavs Gutkovskis ('70 , víti)
0-5 Krollis Raimonds ('90 , víti)
Rautt spjald: Christian Garcia, Andorra ('90)

Malta 1 - 1 Færeyjar
1-0 Matthew Guillaumier ('54 )
1-1 Ari Mohr Jonsson ('70 )

Gibraltar 1 - 1 Liechtenstein
1-0 Noah Frommelt ('17 , sjálfsmark)
1-1 Noah Frick ('44 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner