
Cristiano Ronaldo verður fjarri góðu gamni þegar Portúgal mætir Nígeríu í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í dag.
Ronaldo er sagður vera með magakveisu og því getur hann ekki tekið þátt í leiknum.
„Hann er bara upp á herbergi að hvíla sig og jafna sig. Ég er 100 prósent viss um að hann verði ekki með gegn Nígeríu," sagði Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgal, við fréttamenn.
Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir að hann fór í viðtal hjá Piers Morgan þar sem hann gagnrýndi Manchester United, Erik ten Hag og goðsagnir á borð við Wayne Rooney.
Framundan hjá Portúgal er HM í Katar þar sem liðið er í riðli með Gana, Úrúgvæ og Suður-Kóreu.
Athugasemdir