Aaron Wan-Bissaka, leikmaður Manchester United á Englandi, er á blaði hjá enska félaginu Wolves.
Enski hægri bakvörðurinn er ekki í plönum hollenska stjórans Erik ten Hag en hann hefur aðeins spilað fjórar mínútur á öllu tímabilinu og komu þær mínútur í 2-1 sigrinum á Liverpool í lok ágúst.
Hann meiddist í baki í september og var frá í mánuð en hefur ekkert komið við sögu eftir það þrátt fyrir að vera heill heilsu.
Wan-Bissaka gæti íhugað stöðu sína í janúar og greinir Times frá því að Julen Lopetegui, stjóri Wolves, hafi mikinn áhuga á að fá hann í glugganum.
Hann er einn af nokkrum kostum sem Wolves er að skoða á markaðnum.
Það er í forgangi hjá Lopetegui að styrkja vörnina og telur hann að Wan-Bissaka geti hjálpað honum úr neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir