„Ég er þokkalega sáttur við úrslitin en hef séð fallegri fótboltaleiki. Miðað við fyrsta leik í janúar þá er ég bara sáttur. Við vorum að berjast vel og maður óskar fyrst og fremst eftir því að strákarnir leggi sig fram," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings.
Víkingur Reykjavík gerði 1-1 jafntefli við Fram í fyrsta leik sínum í Reykjavíkurmótinu. Fram komst yfir en Víkingar jöfnuðu í lokin.
Víkingur Reykjavík gerði 1-1 jafntefli við Fram í fyrsta leik sínum í Reykjavíkurmótinu. Fram komst yfir en Víkingar jöfnuðu í lokin.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 1 Víkingur R.
Ólafur segir að Víkingar séu í leit að liðsstyrk en ekkert sé á hreinu í þeim efnum. Hann hrósaði markverðinum Ingvari Kale sem er kominn aftur í Víkina.
„Það er frábært að fá hann. Það sýndi sig í dag. Hann hélt okkur á floti á tímabili sem gerði það svo að verkum að við jöfnuðum."
Hjörtur Hjartarson lék seinni hálfleikinn en hann hefur ekki getað æft af krafti vegna álags í vinnu hjá íþróttadeild 365-miðla
„Hann verður með okkur í sumar. Hann er upptekinn í HM í handbolta núna svo við reynum að vera þolinmóðir við hann. Þeir detta út skilst mér um helgina í 16-liða úrslitum. Hann hlýtur að æfa eins og maður eftir það," sagði Óli léttur.
Athugasemdir