Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 18. janúar 2020 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Blikar lögðu ÍBV
Mynd: Eyþór Árnason
Breiðablik 2 - 0 ÍBV
1-0 Brynjólfur Darri Willumsson ('34)
2-0 Gísli Eyjólfsson ('36)

Breiðablik lagði ÍBV að velli er liðin mættust í Fótbolta.net mótinu í hádeginu í dag.

Brynjólfur Darri Willumsson skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mínútu eftir fyrirgjöf frá Ólafi Guðmundssyni.

Tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Gísli Eyjólfsson forystuna eftir fyrirgjöf frá Viktori Karli Einarssyni.

Blikar eru með sex stig eftir tvær umferðir en þeir lögðu HK að velli 6-1 í fyrstu umferð. ÍBV er á botninum með eitt stig ásamt FH, eftir jafntefli í innbyrðisviðureigninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner