Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 18. janúar 2022 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Juventus býst ekki við því að fá Martial - „Ekki mögulegt fyrir okkur"
Anthony Martial
Anthony Martial
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus segir það afar ósennilegt að Anthony Martial gangi til liðs við félagið á láni frá Manchester United.

Martial vill komast frá United í þessum mánuði en hann hefur lítið fengið að spila á þessari leiktíð.

Hann var ekki í hópnum hjá United gegn Aston Villa en Ralf Rangnick, stjóri félagsins, segir leikmanninn hafa hafnað því að vera í hópnum.

Martial neitaði þessu á Instagram og segist aldrei hafa neitað því tækifæri að spila með liðinu.

Juventus hefur mikinn áhuga á því að fá Martial á láni út leiktíðina með möguleika á að kaupa hann en framkvæmdastjóri félagsins segir að það gæti reynst erfitt.

„Þetta er ekki framkvæmanlegt miðað við hvernig skilyrðin eru akkúrat núna. Miðað við tölurnar þá eru engar alvarlegar viðræður í gangi og við gerum ekki ráð fyrir að United veiti okkur afslátt," sagði Maurizio Arrivabene, framkvæmdastjóri Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner