Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. janúar 2022 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skotmark Newcastle vill verða sett á sölulista
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur verið á höttunum eftir Diego Carlos, leikmanni Sevilla að undanförnu.

Carlos er 28 ára gamall varnarmaður sem lék með brasilíska landsliðinu á Ólympíuleikunum síðasta sumar.

Hann kom til Sevilla frá Nante árið 2019 en hefur samkvæmt heimildum spænskra og enskra fjölmiðla óskað eftir því að vera settur á sölulista.

Talið er að Sevilla vilji fá um 50 milljónir evra fyrir Brassann en hann er byrjunarliðsmaður. Carlos var síðast orðaður við Newcastle í fyrradag.

Newcastle er sagt hafa boðið 20 milljónir punda í leikmanninn en þarf væntanlega að hækka það tilboð umtalsvert.

Ef Carlos er næsti leikmaður til að semja við Newcastle þá verður hann þriðji leikmaðurinn sem félagið fær í þessum glugga. Áður hafa þeir Kieran Trippier og Chris Wood gengið í raðir félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner