Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. janúar 2023 14:37
Elvar Geir Magnússon
Shaw blómstraði sem miðvörður og fær hrós frá Ten Hag
Luke Shaw, varnarmaður Manchester United.
Luke Shaw, varnarmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann Manchester City um síðustu helgi, í sínum stærsta leik á tímabilinu til þessa. Luke Shaw var við hlið Raphael Varane í miðverði United og lék afskaplega vel.

Shaw er vinstri bakvörður en hefur sýnt að hann getur svo sannarlega spilað í hjarta varnarinnar ef á þarf að halda. Erik ten Hag, stjóri United, hrósaði Shaw eftir leikinn.

„Hann hefur lent í mótlæti á tímabilinu en lagt þá enn harðar á sig. Hann hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika og leitt með fordæmi. Með kunnáttu hans og líkamsstyrk færir hann liðinu mikið," segir Ten Hag.

„Hann er með frábært hugarfar og veit hvernig á að vinna stóra leiki. Ég er mjög ánægður með það hvernig hann hefur spilað, hvort sem það er sem miðvörður eða bavörður. Hann er frábær leikmaður og frábær karakter í klefanum."

„Það var erfið ákvörðun að láta hann spila sem miðvörður gegn City en þegar þú skoðar Erling Haaland og samvinnuna með Kevin De Bruyne var það líka rétt ákvörðun því Luke er með líkamlegan styrk til að mæta þeim og er með leikskilninginn og getuna til að taka réttar ákvarðanir."

Ákvörðunin gekk upp hjá Ten Hag og Haaland var haldið í skefjum í 2-1 sigurleik United. Ferill Shaw hjá United hefur einkennst af hæðum og lægðum. Það kom honum sjálfum á óvart að vera látinn spila sem miðvörður hjá City.

„Það var nokkuð óvænt að ég var látinn spila þarna, í svona stórum leikjum. Ég hef alltaf sagt að ég gef mig allan í leikinn, sama hvaða stöðu ég spila eða hvaða hlutverk ég fæ," segir Shaw sem segist þó enn vera fyrst og fremst vinstri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner