Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 22:51
Elvar Geir Magnússon
Brynjólfur skoraði í tapleik
Brynjólfur í leiknum gegn Go Ahead Eagles.
Brynjólfur í leiknum gegn Go Ahead Eagles.
Mynd: Getty Images
Brynjólfur Willumsson skoraði mark Groningen sem tapaði 2-1 fyrir Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Brynjólfur jafnaði leikinn í 1-1 en Go Ahead Eagles skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins.

Brynjólfur er kominn með þrjú deildarmörk í fimmtán leikjum á tímabilinu en hann lék í 79 mínútur í þessum leik. Groningen er í fjórtánda sæti af átján liðum deildarinnar.

Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var á sínum stað í byrjunarliði Willem II sem gerði 1-1 jafntefli við Feyenoord. Rúnar hefur spilað 18 af 19 deildarleikjum síns liðs sem situr í tíunda sæti.

PSV Eindhoven er með fjögurra stiga forystu á Ajax á toppi deildarinnar en PSV tapaði 3-1 fyrir Zwolle í dag. Ajax getur minnkað forystuna á morgun þegar liðið á leik gegn Heerenveen.
Athugasemdir
banner