Fótbolti.net fjallaði í vikunni um mikinn áhuga á Ara Sigurpálssyni, kantmanni Víkings. Samkvæmt upplýsingum úr Fossvoginum hefur enn ekki borist formlegt tilboð í leikmanninn.
Bergens Tidende fullyrðir að Ari sé á óskalista Freys Alexanderssonar sem tók á dögunum við stjórnartaumunum hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann.
Mörg félög horfa til Ara sem hefur einnig verið orðaður við Djurgarden í vetur en fleiri sænsk félög hafa áhuga.
Bergens Tidende fullyrðir að Ari sé á óskalista Freys Alexanderssonar sem tók á dögunum við stjórnartaumunum hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann.
Mörg félög horfa til Ara sem hefur einnig verið orðaður við Djurgarden í vetur en fleiri sænsk félög hafa áhuga.
Ari er 21 árs og hefur leikið virkilega vel með Víkingi, meðal annars í Sambandsdeildinni
Ari fór ekki leynt með það í viðtali í desember að hugurinn leitar út, hann telur að þetta sé góður tímapunktur.
Athugasemdir