Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 07:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elísabet virðist vera að taka við belgíska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær tilkynntu Belgar um breytingar á þjálfaramálum sínum hjá báðum landsliðum sínum. Dominic Tedesco var rekinn sem þjálfari karlalandsliðsins og Ives Serneels var látinn fara sem þjálfari kvennalandsliðsins en hann hafði stýrt liðinu í fjórtán ár.

Belgískir miðlar, þar á meðal Het Nieuwsblad fjölluðu um það í kjölfarið að Elísabet Gunnarsdóttir myndi taka við liðinu. Seint í gærkvöldi birti svo 433.is frétt eftir sínum heimildum að Elísabet væri að öllum líkindum að taka við belgíska kvennalandsliðinu.

Beta, eins og hún er oftast kölluð, hefur verð án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad haustið 2023. Hún var sterklega orðuð við Aston Villa á Englandi í fyrra en ekkert varð úr því að hún tæki við liðinu. Þar á undan var hún orðuð við stórlið Chelsea og norska landsliðið.

Næsta verkefni hjá Belgum er Þjóðadeildin og svo í sumar tekur liðið þátt í EM þar sem liðið er í B-riðli ásamt Ítalíu, Spáni og Portúgal. Á heimslista FIFA, sem birtur var í nóvember, er Belgía í 19. sæti. Tessa Wullaert, liðsfélagi Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur hjá Inter Milan, er fyrirliði og markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins með 87 mörk í 139 landsleikjum.

Beta er 48 ára og hefur á sínum ferli stýrt ÍBV, Val og Kristianstad. Hún var í fimmtán ár hjá Kristianstad og gerði mjög eftirtektarverða hluti með liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner