mið 18. mars 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Barcelona ræðir við Arsenal um Aubameyang
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Marca segir að Barcelona hafi rætt við Arsenal um sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang.

Þessi þrítugi leikmaður hefur verið frábær á þessu tímabili en hann er með 17 mörk í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Samningur hans rennur út í júní á næsta ári og rætt um hvort Arsenal reyni að selja hann í sumar í stað þess að hætta á að missa hann á frjálsri sölu í framtíðinni.

Barcelona hefur sýnt áhuga á leikmanninum en Marca segir að Spánarmeistararnir hafi fengið þær upplýsingar frá enska félaginu að það vilji 50 milljónir punda fyrir hann.

Arsenal telur að það sé sanngjörn upphæð þrátt fyrir að hann eigi ekki meira eftir af samningnum.

Það er þó talið að Börsungar vilji ekki borga svo mikið og gæti frekar viljað bíða eftir að samningurinn renni út.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner