mið 18. mars 2020 08:15
Elvar Geir Magnússon
Real vill losna við Bale - City setur verðmiða á Mahrez
Powerade
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez.
Mynd: Getty Images
Bale, Mahrez, Trippier og Mkhitaryan eru meðal leikmanna sem koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Real Madrid er farið að gera áætlanir fyrir sumarið og velski sóknarleikmaðurinn Gareth Bale (30) gæti verið látinn fara á frjálsri sölu. Madrídarliðið vill losna við Bale sem er á ofurlaunum og með samning til 2022. (Marca)

Manchester City hefur sett 80 milljóna punda verðmiða á alsírska vængmanninn Riyad Mahrez (29) sem orðaður hefur verið við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain. (Sun)

Kieran Trippier (29), bakvörður Atletico Madrid, hefur opinberað að hann vilji ljúka ferlinum undir stjórn Sean Dyche hjá Burnley þegar þar að kemur. (Sky Sports)

West Ham segir að liðið geti klárað tímabilið á heimavelli sínum þó spilað verði í sumar. London leikvangurinn er bókaður undir aðra viðburði eins og hafnabolta, frjálsar íþróttir og tónleika í sumar. (Standard)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill selja armenska miðjumanninn Henrikh Mkhitaryan (31) í sumar og Roma hefur áhuga á kaupum. Mkhitaryan er hjá Roma á lánssamningi.(Express)

Framtíð Mick McCarthy (61), stjóra írska landsliðsins, er í vafa eftir að Evrópumótinu var frestað til 2021. Samningur hans átti að renna út eftir EM. (TalkSport)

Jetro Willems (25) sem er á láni hjá Newcastle frá Eintracht Frankfurt mun ekki spila meira á árinu 2020. Hnémeiðsli hollenska bakvarðarins eru alvarlegri en í fyrstu var talið. (Bild)

Aston Villa er tilbúið að gera tilboð í Dion Sanderson (20), varnarmann Wolves sem er hjá Cardiff á láni. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner