
Davíð Snorri Jónasson tilkynnti formlega U21 landsliðshópinn sem fer á Evrópumótið í næstu viku, á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Hægt er að skoða hópinn hérna.
Hægt er að skoða hópinn hérna.
Á fundinum var meðal annars tilkynnt hvaða starfsfólk fer með landsliðinu á mótið en Ísland spilar riðlakeppnina í Ungverjalandi. Ef Ísland verður á meðal tveggja efstu liðanna í riðlinum þá fer það í 8-liða úrslit sem verða haldin í sumar.
Davíð Snorri þjálfar liðið og með honum til aðstoðar á mótinu verða Jörundur Áki Sveinsson og Þórður Þórðarson
Fjalar Þorgeirsson verður markvarðarþjálfari og Davíð Egilsson, Róbert Magnússon og Valgeir Viðarsson skipa sjúkrateymið.
Ágúst Hrannar Valsson er liðsstjóri og Guðlaugur Gunnarsson er 'team manager'. Arnar Bill Gunnarsson er sóttvarnarfulltrúi. Jóhann Ólafur Sigurðsson er fjölmiðlafulltrúi og Borghildur Sigurðardóttir er fyrir hönd nefndar.
Alexandros Johannes Evangelakakis sér um leikgreiningu en hann er hálf-íslenskur. Hann er ungur að árum og hefur starfað sem þjálfari og leikgreinandi hjá yngri liðum Oxford United í Bretlandi. Hann hjálpaði til við leikgreiningu í undankeppninni og stóð sig vel í því hlutverki.
Athugasemdir