Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 18. mars 2021 20:39
Victor Pálsson
Virkilega vonsviknir með frammistöðu Tottenham - „Óásættanlegt"
Jermaine Jenas.
Jermaine Jenas.
Mynd: Getty Images
Það er mikið rætt um tap Tottenham gegn Dinamo Zagreb þessa stundina en liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Tottenham vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli en tapaði svo 3-0 í Króatíu í kvöld og er því úr leik.

Mislav Orsic átti stórleik fyrir Zagreb í kvöld en hann skoraði öll mörk liðsins og þar á meðal eina markið í framlengingu.

BT Sport fékk sérfræðinga til að ræða þennan leik eftir lokaflautið og þar á meðal var hinn geðþekki Glenn Hoddle.

„Viðhorf leikmanna var rangt alveg út leikinn," sagði Hoddle sem er fyrrum þjálfari liðsins.

Jermaine Jenas var með Hoddle í settinu en hann var á sama máli og talaði ekki vel um frammistöðu enska liðsins.

Jenas er sjálfur fyrrum leikmaður Tottenham og þekkir það vel að spila í útsláttarkeppnum.

„Frammistaðan hérna var óásættanleg. Sérstaklega á þessum tímapunkti tímabilsins þegar þú ert að berjast um hluti. Þeir hefðu átt að fara þægilega áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner