Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fiorentina fær sekt vegna hegðunar stuðningsmanna - Gasperini í eins leiks bann
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fiorentina hefur fengið 50 þúsund evru sekt vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í sigrinum gegn Juventus um helgina.

Félagið fær sekt þar sem stuðningsmenn liðsins voru með borða með niðrandi skilaboðum til Juventus. Þá sungu stuðningsmenn liðsins niðrandi söngva til Juventus og stuðningsmanna liðsins.

Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta, hefur verið dæmdur í eins leiks bann og fékk 15 þúsund evru sekt eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Inter.

Þá fékk Venezia, félag Mikaels Egils Ellertssonar, 12 þúsund evru segt vegna hegðunar stuðningsmanna.

Athugasemdir
banner
banner
banner