Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Freyr framlengir við Val - „Er og verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður"
Bikarmeistari árið 2016. Við hlið hans er Einar Karl Ingvarsson.
Bikarmeistari árið 2016. Við hlið hans er Einar Karl Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með fyrirliðabandið í leik með Val í fyrra.
Með fyrirliðabandið í leik með Val í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr SIgurðsson er búinn að framlengja samning sinn við Val og er hann nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2026. Í tilkynningu Vals er tekið fram að möguleiki sé á árs framlengingu. Fyrri samningur Kristins Freys hefði runnið út í lok þessa árs.

Kristinn Freyr var í vetur orðaður við Aftureldingu en hann er uppalinn hjá mosfellska félaginu. Hann fór svo í Fjölni og kom í Val árið 2012. Þar hefur hann verið síðan ef frá eru talin tímabilið 2022 hjá FH og tímabilið 2017 hjá Sundsvall.

Kristinn Freyr er miðjumaður sem fæddur er árið 1991. Samkvæmt Transfermarkt hefur hann skorað 66 mörk og lagt upp 46 í 315 leikjum með Val. Næsti leikur Vals er undanúrslitaleikur gegn ÍR í Lengjubikarnum sem fram fer á N1 vellinum í kvöld.

Sjá einnig:
Vonast til að halda Kristni út ferilinn

Úr tilkynningu Vals:
Kristinn sem fæddur er árið 1991 gekk til liðs við Val frá Fjölni fyrir tímabilið 2012 og hefur verið einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins allar götur síðan.

„Það er mjög ánægjulegt að framlengja við Kidda sem er og verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður. Hann hefur verið hjá okkur meira og minna frá árinu 2012 með smá ævintýrum í Svíþjóð og Hafnarfirði. Hér líður Kidda best og okkur líður alltaf vel þegar hann er inni á vellinum,“ segir Breki Logason formaður meistaraflokksráðs Vals.

„Kiddi hefur sýnt okkur það að hann stígur upp þegar á þarf að halda. Hann er orðinn grjótharður Valsari og er einn af þessum jákvæðu leiðtogum liðsins. Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val.“
Athugasemdir
banner
banner
banner