Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elfar Freyr ekki áfram hjá Val - Vonast til að halda Kristni út ferilinn
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eflar Freyr Helgason verður ekki áfram hjá Val en samningur hans er að renna út. Hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2023, kom frá uppeldisfélaginu Breiðabliki.

Elfar, sem er 35 ára, var byrjunarliðsmaður hjá Val tímabilið 2023 en meiðsli settu strik í riekninginn hjá honum á nýliðnu tímabili og gat hann ekkert spilað seinni hluta mótsins.

Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, ræddi við Fótbolta.net í dag og sagði að Elfar yrði ekki áfram og sömuleiðis ólíklegt að Ólafur Karl Finsen verði áfam.

Óli Kalli, sem er 32 ára, var hluti af leikmannahópi Vals í sumar. „Við höfum ekki átt nein samtöl við hann um framhald. Mér þykir það frekar ólíklegt (að hann verði áfram)."

Lítur á Kristin sem lykilmann og vill alls ekki missa hann
Í gær var fjallað um áhuga Aftureldingar á Kristni Frey Sigurðssyni (32 ára) sem samningsbundinn er Val.

„Ég veit ekki hvaðan þetta kemur, heyrði fyrst af þessu þegar ég las fréttina hjá ykkur í gær. Kiddi er lykilmaður hjá okkur, er Valsari, og það er ekki áhugi hjá okkur að missa hann. Hann er á samningi og ég vona að hann spili fótbolta með Val á meðan hann er enn að spila."

Í leit að styrkingum
Björn Steinar segir að Valsmenn byrji að æfa 1. desember. Hann telur að Valsmönnum vanti ekki mörg púsl.

„Við erum að leita að einhverjum styrkingum og vonandi koma einhverjar fréttir þess efnis á næstu vikum," sagði formaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner