Christian Eriksen á einungis nokkra mánuði eftir af samningi sínum við Manchester United. Hann hefur verið inn og út úr liðinu síðustu misseri en tekið talsvert þátt í síðustu leikjum vegna meiðsla í leikmannahópnum.
Danski miðjumaðurinn kom til United sumarið 2022 á frjálsri sölu frá Brentford og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Hann segist undirbúinn undir það að leita sér að nýrri áskorun eftir að samningurinn rennur út.
Danski miðjumaðurinn kom til United sumarið 2022 á frjálsri sölu frá Brentford og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Hann segist undirbúinn undir það að leita sér að nýrri áskorun eftir að samningurinn rennur út.
Eriksen, sem varð 33 ára í síðasta mánuði, er líklega á förum frá United í sumar.
„Ég hef ekki hugsað um það mikið. Þetta er það sama og gerðist síðast, samningurinn rennur út í sumar og í huganum er ég undirbúinn fyrir eitthvað nýtt. Mér líður allt í lagi með það, sama hvað verður, það er ekki eins og ég sé búinn að ákveða næsta skref."
„Fyrr á mínum ferli, áður en ég fór í hjartastoppið, þá hafði ég spilað lengi á Englandi og fór svo til Inter, þá hugsaði ég að ég færi ekki aftur til England. Tveimur árum seinna kom ég aftur og hef verið þar í að verða fjögur ár. Það eru hlutir sem þú getur ekki planað á þínum ferli, það er ekki eitthvað sem ég veit að mig langar að prófa. Ég sé hvað kemur upp og hvað passar fyrir mig og fjölskylduna líka," sagði Eriksen en þetta er haft eftir danska miðlinum Tipsbladet.
Hann var spurður út í möguleikann á því að snúa aftur til Ajax. „Ég ætla ekki að loka neinum dyrum. Ég sé hvað kemur upp og hvað passar. Síðasta sumar hafði Ajax áhuga. Við sjáum til hvar félagið stendur í sumar. Auðvitað snýst þetta líka um að félögin hafi áhuga, ekki bara leikmaðurinn," sagði Eriksen sem hefur komið við sögu í 27 leikjum á tímabilinu og skorað fjögur mörk.
Athugasemdir