sun 18. apríl 2021 20:20
Aksentije Milisic
Arteta: Hefðum átt skilið að vinna þennan leik
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði að liðið sitt hefði átt skilið að vinna leikinn gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.

Arsenal jafnaði leikinn í blálokin en Eddie Nketiah jafnaði þá metin á 97. mínútu leiksins.

Arsenal skoraði fyrr í leiknum en markið var dæmt af hjá VAR og í kjölfarið fékk Fulham vítaspyrnu sem Josh Maja skoraði úr. Nketiah tókst að lokum að bjarga stiginu.

„Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum og sköpuðum færi, skoruðum mark sem var dæmt af og það fannst mér mjög svekkjandi dómur. Við héldum samt áfram en svo fáum við á okkur vítaspyrnu og leikurinn gjörbreytist," sagði Spánverjinn.

„Við hefðum geta skorað þrjú eða fjögur mörk, við hefðum átt skilið að vinna leikinn en við komum sjálfum okkur í vandræði."

Alexandre Lacazette, sem hefur verið að spila vel að undanförnu, meiddist í dag. Arteta var spurður út í meiðslin.

„Hann fann til í lærinu, meira veit ég ekki. Ég verð sífellt að rótera í liðinu, við vorum með leikmenn sem höfðu ekki náð sér eftir leikinn á fimmtudaginn. Það er áhættan. Þú getur ekki skipt út öllum leikmönnum alltaf."

Arsenal er í níunda sæti deildarinnar og ljóst er að liðið verður að vinna Evrópudeildina ætli það sér að taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð sem yrði þá Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner