Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mán 18. apríl 2022 18:27
Arnar Daði Arnarsson
Ási Arnars: Vissum að þetta yrði pínu erfitt
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik þurfti að sætta sig við tap gegn Val í vítaspyrnukeppni í leik liðanna í Meistara meistaranna sem fram fór á Origo-vellinum í dag. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

„Þetta var eins og við vissum, hörkuleikur milli tveggja góðra liða. Þegar líða fór á leikinn þá fannst mér Valur hafa yfirhöndina og fá fleiri færi og það lá aðeins á okkur. En stelpurnar börðust vel og lögðu allt í þetta. Það var á endanum sterkt hjá okkur að halda hreinu. Svo hefðum við getað stolið þessu í restina," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.

„Það er gaman að spila við Val loksins. Það er langt síðan þessi lið hafa mæst og gefur okkur smá vísbendingar og upplýsingar fyrir sumarið."

Ásmundur viðurkennir að hann hafi viljað sjá meiri sóknarþunga í leik liðsins í dag en liðið fékk fá færi til að skora í leiknum.

„Auðvitað hefði maður viljað það. Við vissum svosem að þetta yrði pínu erfitt. Við vorum að spila með nokkra leikmenn útúr stöðum. Það er kannski eðlilegt að þetta hafi ekki verið allt smurt," sagði Ásmundur.
Athugasemdir
banner