Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 18. apríl 2022 18:27
Arnar Daði Arnarsson
Ási Arnars: Vissum að þetta yrði pínu erfitt
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik þurfti að sætta sig við tap gegn Val í vítaspyrnukeppni í leik liðanna í Meistara meistaranna sem fram fór á Origo-vellinum í dag. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

„Þetta var eins og við vissum, hörkuleikur milli tveggja góðra liða. Þegar líða fór á leikinn þá fannst mér Valur hafa yfirhöndina og fá fleiri færi og það lá aðeins á okkur. En stelpurnar börðust vel og lögðu allt í þetta. Það var á endanum sterkt hjá okkur að halda hreinu. Svo hefðum við getað stolið þessu í restina," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.

„Það er gaman að spila við Val loksins. Það er langt síðan þessi lið hafa mæst og gefur okkur smá vísbendingar og upplýsingar fyrir sumarið."

Ásmundur viðurkennir að hann hafi viljað sjá meiri sóknarþunga í leik liðsins í dag en liðið fékk fá færi til að skora í leiknum.

„Auðvitað hefði maður viljað það. Við vissum svosem að þetta yrði pínu erfitt. Við vorum að spila með nokkra leikmenn útúr stöðum. Það er kannski eðlilegt að þetta hafi ekki verið allt smurt," sagði Ásmundur.
Athugasemdir
banner
banner