Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 18. apríl 2022 18:27
Arnar Daði Arnarsson
Ási Arnars: Vissum að þetta yrði pínu erfitt
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik þurfti að sætta sig við tap gegn Val í vítaspyrnukeppni í leik liðanna í Meistara meistaranna sem fram fór á Origo-vellinum í dag. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

„Þetta var eins og við vissum, hörkuleikur milli tveggja góðra liða. Þegar líða fór á leikinn þá fannst mér Valur hafa yfirhöndina og fá fleiri færi og það lá aðeins á okkur. En stelpurnar börðust vel og lögðu allt í þetta. Það var á endanum sterkt hjá okkur að halda hreinu. Svo hefðum við getað stolið þessu í restina," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.

„Það er gaman að spila við Val loksins. Það er langt síðan þessi lið hafa mæst og gefur okkur smá vísbendingar og upplýsingar fyrir sumarið."

Ásmundur viðurkennir að hann hafi viljað sjá meiri sóknarþunga í leik liðsins í dag en liðið fékk fá færi til að skora í leiknum.

„Auðvitað hefði maður viljað það. Við vissum svosem að þetta yrði pínu erfitt. Við vorum að spila með nokkra leikmenn útúr stöðum. Það er kannski eðlilegt að þetta hafi ekki verið allt smurt," sagði Ásmundur.
Athugasemdir
banner
banner