Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mán 18. apríl 2022 18:27
Arnar Daði Arnarsson
Ási Arnars: Vissum að þetta yrði pínu erfitt
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik þurfti að sætta sig við tap gegn Val í vítaspyrnukeppni í leik liðanna í Meistara meistaranna sem fram fór á Origo-vellinum í dag. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

„Þetta var eins og við vissum, hörkuleikur milli tveggja góðra liða. Þegar líða fór á leikinn þá fannst mér Valur hafa yfirhöndina og fá fleiri færi og það lá aðeins á okkur. En stelpurnar börðust vel og lögðu allt í þetta. Það var á endanum sterkt hjá okkur að halda hreinu. Svo hefðum við getað stolið þessu í restina," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks.

„Það er gaman að spila við Val loksins. Það er langt síðan þessi lið hafa mæst og gefur okkur smá vísbendingar og upplýsingar fyrir sumarið."

Ásmundur viðurkennir að hann hafi viljað sjá meiri sóknarþunga í leik liðsins í dag en liðið fékk fá færi til að skora í leiknum.

„Auðvitað hefði maður viljað það. Við vissum svosem að þetta yrði pínu erfitt. Við vorum að spila með nokkra leikmenn útúr stöðum. Það er kannski eðlilegt að þetta hafi ekki verið allt smurt," sagði Ásmundur.
Athugasemdir
banner
banner
banner