Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   fim 18. apríl 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unglingalandsliðsmarkvörður framlengir við Breiðablik
Mynd: Breiðablik
Jón Sölvi Símonarson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum en fyrri samningur hans átti að renna út eftir tímabilið 2024.

„Þrátt fyrir að vera ungur að árum er Jón Sölvi þegar farinn að æfa reglulega með meistaraflokki Breiðabliks," segir í tilkynningu Breiðabliks.

Jón Sölvi er sextán ára og verður sautján ára í næsta mánuði. Hann var á reynslu hjá danska stórliðinu Midtjylland.

Hann var í U17 landsliðinu fyrr á þessu ári og lék þar sinn sjötta og sjöunda landsleik þegar Ísland mætti Finnlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner