Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fös 18. apríl 2025 16:18
Ívan Guðjón Baldursson
Daníel Tristan fékk tækifæri - Benoný í umspil
Mynd: Malmö
Mynd: Birmingham City
Mynd: Stockport County
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu, þar sem Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn af bekknum í jafntefli hjá Malmö í efstu deild sænska boltans.

Malmö tók á móti Sirius og lenti óvænt undir snemma leiks. Heimamenn sóttu stíft en tókst ekki að jafna fyrr en eftir innkomu Daníels Tristans af bekknum á 76. mínútu.

Lokatölur urðu 1-1 og er þetta annað jafnteflið í röð hjá Malmö sem er með átta stig eftir fjórar umferðir. Arnór Sigurðsson var ekki með vegna meiðsla.

Á Englandi var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði Birmingham sem gerði markalaust jafntefli við Crawley Town. Liðin mættust í þriðju efstu deild þar í landi og tókst heimamönnum í Birmingham ekki að sigra þrátt fyrir yfirburði.

Willum og félagar eru búnir að rúlla League One deildinni upp og hafa þegar tryggt sér titilinn þrátt fyrir að eiga enn eftir að spila fimm síðustu leikina. Þeir munu leika í Championship á næstu leiktíð.

Benoný Breki Andrésson kom þá inn af bekknum í jafntefli hjá Stockport County í sömu deild. Benoný og félagar eru öruggir með umspilssæti um sæti í Championship deildinni. Þar gætu þeir mætt andstæðingum á borð við Charlton og Wrexham.

Jón Daði Böðvarsson leikur í sömu deild en hann var fjarverandi vegna meiðsla í dag og gat því ekki tekið í markalausu jafntefli hjá Burton gegn Exeter. Burton er í harðri fallbaráttu á lokakafla tímabilsins.

Í næstu deild fyrir neðan var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby Town sem steinlá á heimavelli gegn Swindon Town. Þetta tap er mikill skellur fyrir Grimsby sem er í harðri baráttu um umspilssæti. Swindon er þó á mikilli uppleið og er búið að sigra síðustu fjóra deildarleiki sína röð.

Jason Daði lék allan leikinn í liði Grimsby en til gamans má geta að liðið er með -5 í markatölu þrátt fyrir að vera komið með 66 stig eftir 43 umferðir.

Að lokum var Breki Baldursson ónotaður varamaður í 3-2 tapi Esbjerg gegn Horsens í næstefstu deild danska boltans.
Athugasemdir
banner