Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fös 18. apríl 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna um helgina - Undanúrslitin hefjast
Barcelona getur unnið titilinn þriðja árið í röð
Barcelona getur unnið titilinn þriðja árið í röð
Mynd: EPA
Undanúrslitin í Meistaradeild kvenna hefjast um helgina.

Arsenal mætir Lyon, sigursælasta liði keppninnar, klukkan 11:30 á morgun.

Arsenal er eina enska liðið sem hefur unnið keppnina en Lyon unnið hana oftast allra eða átta sinnum.

Ríkjandi meistarar Barcelona mæta Chelsea á Spáni á sunnudag en Börsungar hafa unnið keppnina tvö ár í röð og þrisvar í heildina. Þessi lið mættust einmitt í úrslitaleiknum árið 2021 þar sem Barcelona vann sannfærandi 4-0 sigur.

Laugardagur:
11:30 Arsenal W - Lyon W

Sunnudagur:
16:00 Barcelona W - Chelsea W
Athugasemdir
banner
banner