Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
   þri 18. júní 2019 21:47
Egill Sigfússon
Aron Bjarna: Setti hann bara upp í vindinn
Aron Bjarnason var frábær í kvöld
Aron Bjarnason var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tók á móti Breiðablik á Samsung vellinum í 9. umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld þar sem Breiðablik sigraði 1-3.
Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks kom inn á og skoraði glæsilegt jöfnunarmark. Aron var ánægður með frammistöðuna í dag, bæði hjá liðinu og sjálfum sér.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

„Geggjaður karakter að koma tilbaka og skora þrjú mörk, mjög gott. Ég var ákveðinn í að gera vel þegar ég kæmi inná, gott mark. Ég ætlaði bara að koma honum fyrir og setti hann upp í vindinn og oft virkar það vel með vindinn í bakið. Ég var alls ekki sáttur með að byrja ekki en þá verður maður bara að svara því þegar maður kemur inná."

Breiðablik tapaði 4-3 fyrir Fylki í síðustu umferð og sagði Aron að þeir hafi verið ákveðnir í að svara fyrir það í kvöld og þeir ætli sér sigur í þessari deild.

„Við ætluðum okkur alltaf sigur í þessari deild frá byrjun, Fylkisleikurinn var frekar lélegur og við vorum alltaf ákveðnir í að vinna þennan leik. Við vorum ekki spes í fyrri hálfleik en keyrðum yfir þetta í seinni hálfleik og það skilaði okkur þrem stigum."
Athugasemdir
banner