Stjarnan tók á móti Breiðablik á Samsung vellinum í 9. umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld þar sem Breiðablik sigraði 1-3.
Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks kom inn á og skoraði glæsilegt jöfnunarmark. Aron var ánægður með frammistöðuna í dag, bæði hjá liðinu og sjálfum sér.
Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks kom inn á og skoraði glæsilegt jöfnunarmark. Aron var ánægður með frammistöðuna í dag, bæði hjá liðinu og sjálfum sér.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 3 Breiðablik
„Geggjaður karakter að koma tilbaka og skora þrjú mörk, mjög gott. Ég var ákveðinn í að gera vel þegar ég kæmi inná, gott mark. Ég ætlaði bara að koma honum fyrir og setti hann upp í vindinn og oft virkar það vel með vindinn í bakið. Ég var alls ekki sáttur með að byrja ekki en þá verður maður bara að svara því þegar maður kemur inná."
Breiðablik tapaði 4-3 fyrir Fylki í síðustu umferð og sagði Aron að þeir hafi verið ákveðnir í að svara fyrir það í kvöld og þeir ætli sér sigur í þessari deild.
„Við ætluðum okkur alltaf sigur í þessari deild frá byrjun, Fylkisleikurinn var frekar lélegur og við vorum alltaf ákveðnir í að vinna þennan leik. Við vorum ekki spes í fyrri hálfleik en keyrðum yfir þetta í seinni hálfleik og það skilaði okkur þrem stigum."
Athugasemdir