Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 18. júní 2021 22:36
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Við gætum verið með 21 stig eins og Fram
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er góð þróun í þessu hjá okkur og við erum alltaf ánægðir með að sigra og sérstaklega í dag. Við spilum við hörku Gróttulið, maður var búinn að pæla vel í þessum leik fyrir hann og þeir eru skeinuhættir á mjög mörgum stöðum.“
Voru fyrstu orð Bjössa Hreiðars sigurreifs þjálfara Grindvíkinga eftir 3-1 sigur hans manna á liði Gróttu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Oddur Ingi Bjarnason leikmaður Grindavíkur þurfti að fara af velli vegna meiðsla sem hann hlaut eftir ljóta tæklingu frá Sigurvin Reynissyni. Sigurvin fékk að líta gula spjaldið við litla hrifningu Grindvíkinga í stúkunni. En í lagi með Odd?

„Ég er ekki viss um það. Mér sýndist ekki þegar við fórum inn alls ekki. Hann lenti mjög illa. Fékk eina aftan-í tæklingu og er bara á fleygiferð og lendir mjög illa. Hann var funheitur og mjög slæmt að missa hann út af. “

Sigurinn fleytir Grindavík í annað sæti deildarinnar á eftir toppliði Fram sem en á eftir að tapa stigum. Bjössi ræddi Framliðið aðeins í tengslum við spurningu um hvort hann væri ánægður með stigasöfnun liðsins.

„Stigasöfnun, við gætum verið með 21 stig eins og Fram en erum ekki og erum töluvert á eftir þeim. Það er til full mikils ætlast að maður taki sjö leiki í röð eins og Fram enda eru þeir bara langbestir í þessari deild og eru að rúlla henni upp og eiga að rúlla henni upp. Þeir eru bara í þeim fasa og þeim gír svo þetta verður bara spurning um annað sætið.“

Sagði Bjössi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner