Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 18. júní 2021 22:36
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Við gætum verið með 21 stig eins og Fram
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er góð þróun í þessu hjá okkur og við erum alltaf ánægðir með að sigra og sérstaklega í dag. Við spilum við hörku Gróttulið, maður var búinn að pæla vel í þessum leik fyrir hann og þeir eru skeinuhættir á mjög mörgum stöðum.“
Voru fyrstu orð Bjössa Hreiðars sigurreifs þjálfara Grindvíkinga eftir 3-1 sigur hans manna á liði Gróttu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Oddur Ingi Bjarnason leikmaður Grindavíkur þurfti að fara af velli vegna meiðsla sem hann hlaut eftir ljóta tæklingu frá Sigurvin Reynissyni. Sigurvin fékk að líta gula spjaldið við litla hrifningu Grindvíkinga í stúkunni. En í lagi með Odd?

„Ég er ekki viss um það. Mér sýndist ekki þegar við fórum inn alls ekki. Hann lenti mjög illa. Fékk eina aftan-í tæklingu og er bara á fleygiferð og lendir mjög illa. Hann var funheitur og mjög slæmt að missa hann út af. “

Sigurinn fleytir Grindavík í annað sæti deildarinnar á eftir toppliði Fram sem en á eftir að tapa stigum. Bjössi ræddi Framliðið aðeins í tengslum við spurningu um hvort hann væri ánægður með stigasöfnun liðsins.

„Stigasöfnun, við gætum verið með 21 stig eins og Fram en erum ekki og erum töluvert á eftir þeim. Það er til full mikils ætlast að maður taki sjö leiki í röð eins og Fram enda eru þeir bara langbestir í þessari deild og eru að rúlla henni upp og eiga að rúlla henni upp. Þeir eru bara í þeim fasa og þeim gír svo þetta verður bara spurning um annað sætið.“

Sagði Bjössi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner