Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 18. júní 2021 22:36
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Við gætum verið með 21 stig eins og Fram
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er góð þróun í þessu hjá okkur og við erum alltaf ánægðir með að sigra og sérstaklega í dag. Við spilum við hörku Gróttulið, maður var búinn að pæla vel í þessum leik fyrir hann og þeir eru skeinuhættir á mjög mörgum stöðum.“
Voru fyrstu orð Bjössa Hreiðars sigurreifs þjálfara Grindvíkinga eftir 3-1 sigur hans manna á liði Gróttu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Oddur Ingi Bjarnason leikmaður Grindavíkur þurfti að fara af velli vegna meiðsla sem hann hlaut eftir ljóta tæklingu frá Sigurvin Reynissyni. Sigurvin fékk að líta gula spjaldið við litla hrifningu Grindvíkinga í stúkunni. En í lagi með Odd?

„Ég er ekki viss um það. Mér sýndist ekki þegar við fórum inn alls ekki. Hann lenti mjög illa. Fékk eina aftan-í tæklingu og er bara á fleygiferð og lendir mjög illa. Hann var funheitur og mjög slæmt að missa hann út af. “

Sigurinn fleytir Grindavík í annað sæti deildarinnar á eftir toppliði Fram sem en á eftir að tapa stigum. Bjössi ræddi Framliðið aðeins í tengslum við spurningu um hvort hann væri ánægður með stigasöfnun liðsins.

„Stigasöfnun, við gætum verið með 21 stig eins og Fram en erum ekki og erum töluvert á eftir þeim. Það er til full mikils ætlast að maður taki sjö leiki í röð eins og Fram enda eru þeir bara langbestir í þessari deild og eru að rúlla henni upp og eiga að rúlla henni upp. Þeir eru bara í þeim fasa og þeim gír svo þetta verður bara spurning um annað sætið.“

Sagði Bjössi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner