Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dæmt af eftir 45 sekúndna fögnuð - „Sjaldan verið jafn reiður"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var mikil dramatík undir lok leiks þegar ÍH og Einherji áttust við í 3. deildinni í vikunni.

Einherji komst í 2-0 í leiknum en ÍH pressaði vel undir lokin og náði að jafna metin. ÍH komst svo í 3-2 í blálokin en þegar búið var að fagna markinu, þá var það flautað af vegna rangstöðu.

Rætt var um þetta umdeilda atvik í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni.

„Brynjar Ásgeir stendur á línunni, vissulega fyrir innan. Hann stendur tvo, tvo og hálfan metra frá markverðinum. Hann fær boltann yfir sig. ÍH gleðst og fagnar. Þetta tekur svona 45 sekúndur, eitthvað svoleiðis. Þá lyftir línuvörðurinn, aðstoðardómarinn, flagginu og dómarinn flautar rangstöðu," sagði Sverrir Mar Smárason, leikmaður ÍH.

„Ég hef sjaldan verið jafn reiður sjálfur."

„Þetta er mjög skrítið, mjög skrítið. Ég sé hann ekki hafa áhrif á markvörðinn. Ég veit ekki hvaða atriði í rangstöðureglunni dómarinn segir að þetta hafi verið," sagði Gylfi Tryggvason.

„Hann talar um að hann hefði haft áhrif á að markvörðurinn gæti varið þetta skot," svaraði Sverrir.

„Það er ekki rétt," sagði Gylfi og bætti við: „Ég verð að gefa þínum mönnum það, að í þetta sinn á tuðið rétt á sér. Þú átt rétt á þinni skoðun."

„Flestir þessir dómarar hafa aldrei spilað leikinn. Það er enginn eftirlitsdómari í 3. deild. Hvernig eiga dómarar að þróast og verða betri ef það er enginn til að leiðbeina þeim. Mér finnst þetta svo mikill mínus," sagði Sverrir en hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan þar sem er rætt meira um dómgæsluna.



Ástríðan - Ekki lenda manni fleiri í Ástríðudeildunum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner