Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís æfði löngu innköstin rosalegu við bílskúrshurðina
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið er með frábært vopn í sóknarleiknum sínum núna og næstu árin: Löng innköst.

Fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur eru innköst eins og hornspyrnur. Hún getur kastað boltanum lengst inn á teig, en innköst hennar hafa vakið athygli utan landssteinanna.

Löngu innköst hennar í vináttulandsleikjunum gegn Írlandi hafa verið umræðuefni á samfélagsmiðlum í vikunni.

Fréttaritari Fótbolta.net hafði samband við Sveindísi og spurði hana hvernig hún hefði lært að kasta svona langt.

„Ég hef alltaf kastað langt bara frá því að ég uppgötvaði það, örugglega svona í 6. flokki. Það sem að margir vita hins vegar ekki er að ég bjó til leik þegar ég var yngri til þess að æfa mig í að kasta lengra," segir Sveindís.

„Ég notaði þá bílskúrshurðina heima svona sem vegg, byrjaði mjög nálægt henni og kastaði í hurðina. Svo tók ég alltaf eitt skref til baka í hvert sinn sem ég kastaði í hurðina, boltinn þurfti svo sem að vera á lofti alla leiðina að hurðinni. Ef hann lenti áður en hann snerti hurðina þá byrjaði ég alltaf upp á nýtt."

„Mér fannst þetta alltaf skemmtilegt, alla vega þangað til ég tapaði þá var þetta ekki jafn skemmtilegt," segir Sveindís hress.

Löngu innköst hennar voru notuð í yngri flokkunum og eru núna öflugt vopn í landsliðinu. Aukaæfingin, hvernig sem hún er, skilar sér alltaf.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner