Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
   þri 18. júní 2024 22:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Það er svo svekkjandi að fá mark á sig svona seint. Við töluðum um að verjast betur en í síðasta leik og það tókst megnið af leiknum.  Það er því erfitt að kyngja þessu," segir Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

Skömmu áður en KR minnkaði muninn með löglegu marki höfðu þeir komið boltanum í netið í kjölfarið á aukaspyrnu. Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, leyfði markinu hinsvegar ekki að standa. 

„Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um ákvarðanir dómarans. Ef hann segir að þetta sé ekki mark þá er þetta ekki mark. Hann segist ekki hafa flautað áður en aukaspyrnan var tekin."


Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. Ekkiu minnkuðu sögusagnirnar eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn í starf hjá félaginu. „Við viljum ekki tapa. Ég hata að tapa.  Það er versta tilfinning í heimi. Það skiptir mig engu máli hvort Óskar sé að vinna fyrir félagið eða ekki hvað þessar sögusagnir varðar. Hann vill bara hjálpa félaginu sínu. Við höfum rætt saman og ég mun þiggja þá hjálp sem hann hefur að bjóða. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna fótboltaleiki."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Gregg í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner