„Það er svo svekkjandi að fá mark á sig svona seint. Við töluðum um að verjast betur en í síðasta leik og það tókst megnið af leiknum. Það er því erfitt að kyngja þessu," segir Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn ÍA í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 1 KR
Skömmu áður en KR minnkaði muninn með löglegu marki höfðu þeir komið boltanum í netið í kjölfarið á aukaspyrnu. Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, leyfði markinu hinsvegar ekki að standa.
„Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um ákvarðanir dómarans. Ef hann segir að þetta sé ekki mark þá er þetta ekki mark. Hann segist ekki hafa flautað áður en aukaspyrnan var tekin."
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. Ekkiu minnkuðu sögusagnirnar eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn í starf hjá félaginu. „Við viljum ekki tapa. Ég hata að tapa. Það er versta tilfinning í heimi. Það skiptir mig engu máli hvort Óskar sé að vinna fyrir félagið eða ekki hvað þessar sögusagnir varðar. Hann vill bara hjálpa félaginu sínu. Við höfum rætt saman og ég mun þiggja þá hjálp sem hann hefur að bjóða. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna fótboltaleiki."
Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Gregg í spilaranum hér að ofan.