Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 18. júní 2024 22:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Það er svo svekkjandi að fá mark á sig svona seint. Við töluðum um að verjast betur en í síðasta leik og það tókst megnið af leiknum.  Það er því erfitt að kyngja þessu," segir Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

Skömmu áður en KR minnkaði muninn með löglegu marki höfðu þeir komið boltanum í netið í kjölfarið á aukaspyrnu. Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, leyfði markinu hinsvegar ekki að standa. 

„Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um ákvarðanir dómarans. Ef hann segir að þetta sé ekki mark þá er þetta ekki mark. Hann segist ekki hafa flautað áður en aukaspyrnan var tekin."


Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. Ekkiu minnkuðu sögusagnirnar eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn í starf hjá félaginu. „Við viljum ekki tapa. Ég hata að tapa.  Það er versta tilfinning í heimi. Það skiptir mig engu máli hvort Óskar sé að vinna fyrir félagið eða ekki hvað þessar sögusagnir varðar. Hann vill bara hjálpa félaginu sínu. Við höfum rætt saman og ég mun þiggja þá hjálp sem hann hefur að bjóða. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna fótboltaleiki."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Gregg í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir