Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
   lau 18. júlí 2020 19:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Gary kannski hélt að allir væru að dekka hann
Lengjudeildin
Palli Gísla öskrar sína menn áfram.
Palli Gísla öskrar sína menn áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er ég hundfúll að fá ekki öll stigin á heimavelli sama hver mótherjin er. Eflaust eru þetta sanngjörn úrslit í hörkuleik en eðlilega vildi ég fá þrjú stig," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir jafntefli gegn ÍBV.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍBV

„Þeir virtust augljóslega vera sáttir með stigið miðað við hvernig þetta var að spilast hérna í Þorpinu og ég ljái þeim það ekki. Eflaust sanngjörn úrslit og mér fannst geggjað að fá Eyjamenn tilbúna í slaginn þó ég hefði viljað taka af þeim öll stigin"

Svaraði gagnrýni Gary
Fréttaritari hafði rætt við Gary Martin, leikmann ÍBV, áður en hann ræddi við Palla eftir leik. Palli var því spurður út í gagnrýni Gary á fimm manna varnarlínu Þórsara.

„Við höfum spilað þetta kerfi í síðustu tveimur útileikjum og getum boðið upp á allan skalann í þessu. Við höfum verið með fimm manna, fjögurra, þriggja og tvo aftast. Það er ekki hægt að væla yfir þessu. Hann hefur kannski haldið að við værum allir að dekka hann en það var ekki þannig. Við erum með sókndjarfa vængbakverði og erum að reyna auka við sóknarleikinn en á sama skapi vera þéttari ef það brotnar á okkur. Í hálfleik getur hann ekki sagt að við höfum verið í fimm manna vörn því við fórum í 4-3-3- í seinni. Gary má hafa sína skoðun á þessu."

Biður til guðs að þetta hafi ekki áhrif á kollinn á Jóhanni
Jóhann Helgi Hannesson kom inn á sem varamaður í hálfleik en þurfti að yfirgefa völlinn þegar skammt var eftir af leiknum eftir að hafa fengið höfuðhögg fyrr í hálfleiknum. Hvernig er staðan á Jóa?

„Þetta er voða erfitt. Þú getur ekki boðið Jóa upp á að fara í fótboltaleik og sleppt skallaboltanum þar sem hann er eflaust einn besti skallamaður sem ekki bara Þorpið hefur alið af sér heldur þarf að leita víðar. Auðvitað er alltaf hætta á árekstrum. Þetta er alltaf leiðinlegt en kemur ekki á óvart að þetta komi upp þegar hann fer all-in í þetta allt saman. Ég bið til guðs að þetta hafi engin áhrif á kollinn á honum en framhaldið mun koma í ljós."

Ekkert gefins í þessu
Palli var að lokum spurður hvort það væri léttir að fá stig á töfluna eftir tvo leiki án stiga eða hvort þetta væri eintómt svekkelsi. Allt viðtalið má svo sjá hér að ofan.

„Stig er alltaf stig og plús það þá hleypum við ekki Eyjamönnum strax upp í Pepsi. Þetta verður barningur og ég held að flestir sem fylgjast með þessum Lengjudeildarbolta ættu að bera virðingu fyrir öllum liðum í þessari deild því ég held að þó að stigataflan sé eins og hún er í dag að þá er ekkert gefins i þessu. Ég tel að öll liðin í þessari deild geti sett kröfu á að vinna þá heimaleiki sem þeir eiga."
Athugasemdir
banner
banner