Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. júlí 2021 10:58
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea leggur fram tilboð í Lewandowski
Powerade
Lewandowski til Chelsea?
Lewandowski til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Icardi gæti farið aftur til Ítalíu
Icardi gæti farið aftur til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því helsta í slúðrinu á þessum fína sunnudegi en besti leikmaður heims er orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea.

Chelsea mun reyna að fá Robert Lewandowski frá Bayern München á 50 milljónr punda. Bayern vill framlengja við pólska framherjann en samningur hans við félagið rennur út árið 2023. (Sun)

Alisson, markvörður Liverpool, er nálægt því að framlengja samning sinn við félagið. (Mirror)

Conor Gallagher, miðjumaður Chelsea, má fara á lán frá félaginu í sumar en Crystal Palace og Newcastle United hafa bæði áhuga á þessum 21 árs gamla leikmanni. (Sun)

Manchester United mun leggja fram formlegt tilboð í franska varnarmanninn Raphael Varane í þessari viku. United er þó ekki reiðubúið að bjóða 50 milljónir punda en það er upphæðin sem Real Madrid vill fá. (Daily Mail)

United er ekki eina félagið sem er á eftir Varane en Chelsea og Paris Saint-Germain eru einnig að íhuga að kaupa hann. (Marca)

Það eru fleiri fréttir af United en Real Madrid hefur boðið félaginu að fá brasilíska framherjann Vinicius Junior. Real Madrid þarf á peningnum að halda til að festa kaup á Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain. (Mirror)

Liðsfélagar Harry Kane hjá Tottenham telja að framherjinn ýti á eftir því að komast til Manchester City og muni því skrópa á æfingar hjá Tottenham. (Telegraph)

Tottenham vill kaupa Lorenzo Pellegrini, miðjumann Roma, en það er óvíst hvort leikmaðurinn hafi áhuga á því að spila á Englandi. (Gazzetta dello sport)

Tyrkneska félagið Fenerbahce er í viðræðum við West Ham um kaup á úkraínska landsliðsmanninum Andriy Yarmolenko. (Football Insider)

Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson, er að ganga frá nýjum samningi við Liverpool. (Mirror)

Federico Pastorello, umboðsmaður Romelu Lukaku, hefur fullyrt það að belgíski framherjinn sé ekki á förum frá Inter þrátt fyrir fjárhagsörðuleika félagsins. (FCInterNews)

Mauro Icardi, framherji Paris Saint-Germain, er opinn fyrir því að yfirgefa félagið og semja við Juventus í sumar. Icardi eyddi sjö árum hjá Inter áður en samdi við PSG árið 2019. (Footmercato)

Juventus vill einnig fá Miralem Pjanic aftur frá Barcelona en hann hefur átt í erfiðleikum með að vinna sér sæti hjá spænska félaginu. (Mundo Deportivo)

Liverpool þarf að hafa hraðar hendur ef félagið ætlar að hafa betur gegn Borussia Dortmund í baráttunni um Donyell Malen, framherja PSV. Liverpool þarf þó að selja leikmenn til að fjárfesta í Malen. (Daily Express)

Crystal Palace er að hafa betur í baráttunni við Leeds um Adler Nascimento, 16 ára leikmann Peterborough United. Wolves og Brighton hafa einnig áhuga á portúgalska framherjanum. (Daily Mail)

Asmir Begovic, markvörður Bournemouth, er að ganga til liðs við Everton en hann stóðst læknisskoðun á dögunum og mun semja við liðið á næstu dögum. (Talksport)

Man Utd gæti þá fengið Kieran Trippier frá Atlético Madríd en reglur spænska félagsins um leikmenn utan Evrópusambandsins runnu út á dögunum. (Daily Express)

Framtíð Gareth Bale hjá Real Madrid er þá ekki tryggð en Real Madrid má aðeins vera með þrjá leikmenn utan Evrópusambandsins. Bale var á láni hjá Tottenham á síðustu leiktíð. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner