„Sáttur með að halda hreinu, pínu svekktur að hafa ekki unnið miða við tækifærin sem við fengum undir lok leiksins þannig svona smá mixt en ég held að ég verði sáttur með stigið þegar aðeins lengra er liðið." sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir jafnteflið gegn Fylki í Árbænum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 0 HK
„Já já. Mér fannst við samt fá betri færi en þeir í fyrri hálfleik þó þeir hafi svona svolítið stýrt ferðinni en það var líka bara eins og við löggðum upp með, við ætluðum aðeins að þreyfa á þeim, við vissum að þeir væru að koma úr törn á móti nokkrum sterkustu liðum deildarinnar þannig við vorum svona smá óvissir um hvernig þeir mundu beint nálgast að síðan spila við okkur eftir það þannig við ætluðum alltaf að vera rólegir og aðeins passívir og þéttir fyrir í fyrri hálfleiknum og geta síðan skipt um gír í seinni hálfleiknum sem mér fannst bara takast vel."
Félagskiptaglugginn á Íslandi opnaði í dag. Ætlar HK að styrkja hópinn?
Já, það gæti alveg vel verið. Ívar Orri (Gissurarson) er að fara í skóla út til Bandaríkjanna þannig við þurfum kannski aðeins að bæta þá stöðu og svo skoðum við alveg fleiri möguleika ef þeir bjóðast og eru spennandi."
Viðtalið í heild sinni við Ómar má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.