Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 18. júlí 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal að landa enskum markverði frá Ajax
Í marki U17 ára landsliðsins.
Í marki U17 ára landsliðsins.
Mynd: EPA
Arsenal er svo gott sem búið að ganga frá kaupum á Tommy Setford. Setford er 18 ára markvörður sem Arsenal er að kaupa af Ajax.

Hann er enskur unglingalandsliðsmarkvörður sem talinn er kosta um eina milljón evra.

Hann er fæddur í Haarlem í Hollandi og hefur verið hjá Ajax allan sinn feril. Hann er þó enskur ríkisborgari, á enskan föður og á að baki leiki fyrir U16-U19 landslið Englands og var í hópnum hjá U20 fyrr í sumar. Hann á eldri bróðir, Charlie, sem er einnig markvörður og er líka samningsbundinn Ajax.

Setford á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Ajax en hann er staðráðinn í því að verða aðalmarkvörður enska landsliðsins og telur sig eiga betri möguleika á að ná því markmiði með því að spila á Englandi.

Setford er sagður skrifa undir fjögurra ára samning við Arsenal og verður hann líklega hluti af U21 árs liði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner