Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 18. júlí 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brentford setur afsláttarmiða á Ivan Toney
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brentford er sagt tilbúið að lækka verðmiðann á Ivan Toney umtalvert. Félagið vildi fá 100 milljónir punda fyrir kappann í janúar og í sumar hafa verið getgátur um að verðmiðinn sé á bilinu 50-60 milljónir punda.

Nú fjallar The Sun um að Brentford sé tilbúið að hlusta á tilboð undir 50 milljónum þar sem áhuginn á Toney virðist vera takmarkaður.

Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa sýnt Toney áhuga og lægri verðmiði gæti heillað. Tottenham og West Ham eru einnig sögð áhugasömu.

Það kom ekkert tilboð í Toney í janúar og það hefur komið Brentford á óvart hversu lítill áhugi hefur verið á enska landsliðsframherjanum í sumar.

Toney er 28 ára og á eitt ár eftir af samningi sínum við Brentford. Hann sneri til baka úr leikbanni í janúar eftir átta mánaða fjarveru, skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 17 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner